Sumarblað félagsins verður borið út í dag

Sumarblað félagsins verður borið út með Dagskránni á öll heimili og fyrirtæki á svæðinu í dag, miðvikudaginn 5. júlí. Í blaðinu er m.a. viðtal við tvo unga félagsmenn sem tóku þátt í ungliðafundi SGS, fjallað um breytingu á lífeyrissjóðakerfinu, lágmarkstekjur og launahækkanir. Einnig er fjallað um fræðsludag félagsins, dagsferðina, aðalfund félagsins, 1. Maí, ársfund Stapa o.fl.

Þeir sem fá dagskránna inn um lúguna hjá sér í dag en ekki félagsblaðið eiga að hafa samband við Ásprent í síma 4 600 700 og láta vita.

Blaðið er komið á netið og má lesa það hér, bæði á pdf eða Flash formi.