Sumarblað félagsins verður borið út með Dagskránni á öll heimili og fyrirtæki á svæðinu í dag, miðvikudaginn 6. júlí. Í blaðinu er m.a. viðtal við verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Norðurland vestra. Fjallað um fyrirhugaða aðventuferð félagsins til Kaupmannahafnar í byrjun desember, en skráning stendur yfir á skrifstofu félagsins á Akureyri. Einnig er fjallað um fræðsludag félagsins, vinnu barna og unglinga, sjálfboðaliða, mansal, dagsferðina, aðalfund félagsins, 1. Maí, ársfund Stapa o.fl..
Blaðið er komið á netið og má lesa það hér, bæði á pdf eða Flash formi.