Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.

31 umsókn barst til VIRK fyrir lok umsóknarfrests þann 15. febrúar. Allar umsóknir hlutu faglega umfjöllun hjá sérfræðingum VIRK og ákvarðanir um styrkveitingar voru í framhaldinu teknar af framkvæmdastjórn VIRK.

Alls hlutu 17 aðilar styrki að þessu sinni, m.a. Grófin á Akureyri og Fjarmeðferð á Akureyri. Sérstaklega var horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum nú.

Sjá nánar hér

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum. 
  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum 
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is