Styrkir VIRK - umsóknarfrestur til 15. febrúar

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og/eða rannsóknir sem stuðla að uppbyggingu og auki við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.

Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna.

Athygli er vakin á því að VIRK úthlutar nú styrkjunum einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar nk.

Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í framhaldinu af framkvæmdastjórn VIRK að fenginni umsögn frá sérfræðingum. Formleg afhending styrkja fer fram á ársfundi VIRK 30. apríl nk.

Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á hér.