Sterkari saman - hringferð ASÍ

43. þing Alþýðusambandsins verður haldið í lok október næstkomandi. Undirbúningur er hafinn og mun starfsfólk ASÍ heimsækja aðildarfélög sín á næstu vikum og fara yfir stefnumálin undir yfirskriftinni “sterkari saman”. Fyrsti fundurinn fór fram á Akureyri í gær.

Fjallað var um þau verkefni og áskoranir sem Alþýðusambandið, aðildarfélögin og launafólk standa frammi fyrir nú og í næstu framtíð og hvernig á að takast við þær út frá grunngildum og baráttu verkalýðshreyfingarinnar.

Fundarstjóri var Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Dagskráin var eftirfarandi, en hún byggðist á stuttum framsögum og hópavinnu.

  • Áskoranir á vinnumarkaði og valkostir í kjarabaráttu – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
  • Ávarp frá félögunum á svæðinu, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri
  • Tekjuskipting og jöfnuður – Róbert Farestveit
  • Tækniþróun og skipulag vinnunnar – Magnús Norðdahl
  • Jafnvægi á milli atvinnuátttöku og einkalífs – Halldór Grönvold