Vert er að benda félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélagi að ný heimasíða starfsmatsins er komin í loftið. Markmið með nýrri heimasíðu er að einfalda viðmót og auka aðgengi að upplýsingum um Starfsmat.
Á síðunni má finna ýmsa fræðslu og kynningarefni um starfsmatið. Auðvelt er að skoða starfahópa og stiganiðurbrot þar sem hægt er að skoða útgefnar starfsmatsniðurstöður. Hægt er að nálgast öll útgefin störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þ.e. störf sem ná yfir mörg sveitarfélög. Þar fyrir neðan má nálgast öll störf sem hafa verið metin staðbundið hjá einstökum sveitarfélögum.
Veist þú hvað starfsmatið er eða jafnvel hvað það er ekki?
Mættu á opinn fund sem verður í HOFI á Akureyri fimmtudaginn 21. janúar nk. kl. 20 þar sem Auður Lilja Erlingsdóttir, verkefnastjóri Verkefnastofu starfsmatsins, mun fjalla um starfsmatið.
Fundarmenn ættu t.d. að fá svör við spurningum eins og:
Eining-Iðja hvetur alla félagsmenn sína sem starfa hjá sveitarfélagi til að mæta á fundinn og kynna sér það sem Auður Lilja hefur fram að færa.