Starfsmatið - fundur í HOFI í kvöld

Veist þú hvað starfsmatið er eða jafnvel hvað það er ekki? Félagsmen Kjalar og Einingar-Iðju sem starfa hjá sveitarfélagi takið eftir! Mætið á opinn fund sem verður í HOFI á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 21. janúar, kl. 20:00 þar sem Auður Lilja Erlingsdóttir, verkefnastjóri Verkefnastofu starfsmatsins, mun fjalla um starfsmatið.

Fundarmenn ættu t.d. að fá svör við spurningum eins og:

  • Afhverju starfsmat? 
  • Hvað er verið að meta? 
  • Hvernig er nýtt starf metið? 
  • Hvernig er hægt að sækja um endurmat á starfi? 

Félögin hvetja alla félagsmenn sína sem starfa hjá sveitarfélagi til að mæta á fundinn og kynna sér það sem Auður Lilja hefur fram að færa.