„Starfsmaður 21. aldarinnar!“ er hagnýtt námskeið sem miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ og er fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.
Félagsmenn aðildarfélaga Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar fá námskeiðið að fullu niðurgreitt. Fjöldi þátttakanda er takmarkaður en námskeiðið er samtals 28 klukkustundir.
Námið hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og svo þegar Covid 19 skall á þá var ákveðið að yfirfæra það allt yfir á fjarnám og bjóða upp á það um allt land. Um er að ræða hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.
Fyrsta námskeiðið hefst 20. október nk. og er skráningin hjá Mími – einstaklingar þurfa ekki að greiða neitt við skráningu.
Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að sjá hér á heimasíðu Mímis.
Nánar um námskeiðið
„Starfsmaður 21. aldarinnar!“ er hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni. Námskeiðið miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn.
Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni.
Félagsmenn í starfsmenntasjóðunum Starfsafl, Landsmennt , Ríkismennt, Sveitamennt, Sjómennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt á meðan ráðrúm leyfir.
Námskeiðið er samtals 28 klukkustundir og skiptist í tvo hluta.
Fyrri hluti
Seinni hluti
Námskeiðið er kennt í fjarnámi og geta einstaklingar um allt land sótt það. Kennarar á námskeiðinu eru sérfræðingar í sínu fagi og vanir að nálgast nemendur á mismunandi getustigi hvað tækni varðar.
Tímasetning
Fyrsta námskeiðið hefst 20. október og lýkur 29. október 2020. Skráning og nánari upplýsingar á vef Mímis, www.mimir.is Umsjónarmaður: Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, anney@mimir.is