Starfsendurhæfing um allt land

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur höfuðáherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu sem tekur mið af aðstæðum þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu VIRK en um 2.300 manns eru nú í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu um allt land sem í flestum tilfellum eru staðsettir hjá stéttarfélögum og starfa náið með sjúkrasjóðum stéttarfélaga. 

Til þess að tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK um allt land kaupir starfsendurhæfingarsjóðurinn þjónustu fagfólks sem er starfandi á hverju svæði fyrir sig. Um er að ræða sálfræðinga, sjúkraþjálfara, símenntunaraðila og annað fagfólk sem býður fjölbreytta og faglega þjónustu fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu í kjölfar heilsubrests. Þá er VIRK með samninga við starfsendurhæfingarstöðvar um allt land sem er liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar á öllu landinu. Ráðgjafar VIRK eiga síðan í góðu samstarfi við atvinnurekendur og stofnanir á sínu svæði.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu þjónustuþætti sem eru til staðar á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Listinn er ekki tæmandi heldur er hann ætlaður að gefa yfirsýn yfir helstu úrræði sem standa einstaklingum í þjónustu VIRK til boða. land.
 
Yfirlitið yfir landið allt má sjá hér.

Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið
Við Eyjafjörð starfa 4 ráðgjafar VIRK í 100% starfi og sá fimmti mun starfa út júní á þessu ári í 20% starfshlutfalli. Þeir eru staðsettir á Akureyri. Þeir sinna Hörgárbyggð, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Hrísey, Grímsey, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandahreppi og Grýtubakkahreppi. Ráðgjafar eru með fasta viðveru á Dalvík og í Fjallabyggð og fara eftir þörfum til Grenivíkur.

Starfsendurhæfing Norðurlands sinnir þverfaglegri starfsendurhæfingu á svæðinu. 

Önnur þjónusta:
Sjúkraþjálfun einstaklings- og hópmeðferð: Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður. 
Líkamsrækt með stuðningi fagaðila á hverju svæði fyrir sig: tækjasalur, hópleikfimi, vatnsleikfimi
Nám/námskeið: Símey
Sálfræðiþjónusta: Einstaklingstímar, hópmeðferð þegar það stendur til boða á Akureyri, Dalvík, Siglufirði
Vinnuprófanir og önnur aðstoð á vinnustað:  Ráðgjafar VIRK í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.  Starfsendurhæfing Norðurlands býður einnig upp á þjónustu af þessum toga.