Starfsdagur þeirra sem eru í trúnaðarstörfum fyrir félagið

Í gær, þriðjudaginn 15. mars, voru send út rúmlega 200 bréf á félagsmenn þar sem boðað var á árlegan starfsdag félagsins sem verður mánudaginn 4. apríl nk. Þar hittast starfsmenn félagsins, trúnaðarmenn og aðrir sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Einingu-Iðju. Í ár fengu líka nokkrir félagsmenn boð  sem taka sæti í næsta trúnaðarráði Einingar-Iðju á aðalfundi félagsins 12. apríl nk. Á starfsdeginum, sem í ár verður Húsabakka í Svarfaðardal, verður ýmis fræðsla í boði. Þetta er líka góð leið fyrir þá sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið að hittast og ræða um málefni líðandi stundar. 

Við biðjum þá sem fengu bréf um að láta vita um þátttöku sem fyrst í síma 460 3600. Hvort sem viðkomandi ætlar að mæta eða ekki.

Nánar um daginn

Starfsdagur með trúnaðarmönnum og öðrum sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Einingu-Iðju. Haldinn á Húsabakka í Svarfaðardal, mánudaginn 4. apríl 2016 milli kl. 9:00 og 20:00

Rúta leggur af stað frá skrifstofunni á Akureyri kl. 9:00. Rútan frá Siglufirði leggur líka af stað kl. 9:00. Þær stoppa á nokkrum stöðum á leiðinni. 

Dagskrá: 

9:45 - 10:00    Morgunverður 

10:00 - 10:05  Setning: Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju 

10:05 - 11:30   Að kveikja á kjarnorkunni

                       Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Zenter 

11:30 - 12:00  Tryggingar í starfi

                      Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, héraðsdómslögmaður hjá PACTA 

12:00 - 13:00  Hádegisverður 

13:00 – 14:30  Mansal

                      Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Snorri Birgisson lögreglumaður 

14:30 - 15:00  Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og atvinnumál

                      Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar 

15:00 - 15:30  Kaffi 

15:30 - 17:00  Hópastarf.

                      Eyrún Björk Valsdóttir, deildarstjóri MFA fræðsludeildar ASÍ, stjórnar hópastarfinu  

Kvöldverður hefst kl. 18:00 

Eftir kvölmat leggja rútur af stað heim með okkur á ný 

Nauðsynlegt er að láta vita um þátttöku sem fyrst í síma 460 3600. Hvort sem þú ætlar að mæta, eða ekki. 

Félagskveðja, stjórn og starfsfólk Einingar-Iðju