Eining-Iðja leitar að öflugum liðsmanni í starf þjónustufulltrúa hjá félaginu. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf. Starfið er á Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar nk.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur
Félagssvæði Einingar-Iðju er Akureyri, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og allir hreppar Eyjafjarðarsýslu. Einnig Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppur í Suður- Þingeyjarsýslu. Félagið heldur úti öflugri þjónustu fyrir félagsmenn og leitast er við að tryggja þeim sem bestan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Fjórtán starfsmenn starfa hjá félaginu á skrifstofum félagsins á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð.
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.