Á heimasíðu Stapa kemur fram að algengt sé að sjóðfélagar eigi réttindi í fleiri en einum lífeyrissjóði og fram til þessa hafa þeir þurft að sækja sjálfir upplýsingar um lífeyrisréttindi sín. Með Lífeyrisgáttinni geta sjóðfélagar nú fengið í einu lagi upplýsingar um heildar áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingasjóðum sem þeir hafa aflað sér um dagana.
Lífeyrisgáttin er að finna heimasíðu sjóðsins undir flipanum "vefur sjóðfélaga". Finna má leiðbeiningar hér sem auðveldar sjóðfélögum að komast inn á sjóðfélagavefinn og nálgast réttindi sín.
Opið hús þriðjudaginn 5. nóvember
Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar verður Stapi með
sérstakan kynningardag þriðjudaginn 5. Nóvember nk. Þar gefst sjóðfélögum tækifæri á að kynna sér
Lífeyrisgáttina og ræða almennt um lífeyrisréttindi sín
Stapi mun verða með lengri opnunartíma þann dag, eða til kl. 19:00 á skrifstofum sjóðsins í Strandgötu 3 á Akureyri og Egilsbraut 25 á Neskaupstað. Það verður heitt á könnunni og skorar Stapi á alla sjóðfélaga að koma og kynna sér málin.