Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018. Þar kemur m.a. fram að staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010 í 3,6% á árinu 2014 og um 3% á árinu 2015. Hagvöxtur á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015 var 4,5%. skv. Almennt eru spár um hagvöxt næstu ár áþekkar í stórum dráttum þó einhver munur sé á milli ára og er gert ráð fyrir að hann verði 3 – 4% árið 2016. Bent er á að sterkt samband er á milli hagvaxtar og fjölgunar starfa og undanfarin ár hefur störfum fjölgað um nálægt 0,8% fyrir hvert 1% hagvaxtar. Það þýðir að búast má við að störfum fjölgi um 3.500-4.000 á árinu 2016 miðað við hagvaxtarspár.