Staða fræðslusjóða um áramótin

Á fundum stjórna fræðslusjóðanna Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar nú nýlega var lagt fram yfirlit yfir stöðu sjóðanna um síðustu áramót.

Landsmennt
Allt stefnir í að staða sjóðsins verði jákvæð þetta árið, það er að útgjöld verði lægri en innkoman en sú hefur ekki verið raunin undanfarin ár. Fræðslugjaldi hefur verið skilað fyrir um 140,6 milljónir króna sem er viðunandi miðað við breytingar á kjarasamningum síðasta ár. Þá hafa verið greiddir styrkir fyrir samtals rúmar 119 milljónir króna eða rúmar 93 milljónir í einstaklingsstyrki og um 26 milljónir í fræðsluverkefni fyrirtækja og stéttarfélaga.
Aldrei fyrr hafa einstaklingsstyrkir verið fleiri en greiddir voru út 2.339 styrkir þetta árið. Þá voru afgreidd styrkloforð af stjórn samtals í 153 verkefni hjá fyrirtækjum og stéttarfélögum.

Ríkismennt
Greiddir hafa verið styrkir fyrir tæpa 9,5 milljón eða um 5,6 milljónir vegna 173 einstaklingsstyrkja og tæpar 4 milljónir vegna14 verkefna til stofnana ríkisins og stéttarfélaga, styrkloforð á árinu 2014 voru til 23 verkefna fyrir samtals rúmar 6 milljónir króna.

Sveitamennt
Allt stefnir í að niðurstaðan verði jákvæð líkt og undanfarið ár það er útgjöld verði minni en innkoma á árinu 2014. Fræðslugjaldi hefur verið skilað fyrir um 57 milljónir sem er rúmlega 2 milljónum meira en reiknað var með í síðustu áætlun. Þá hafa verið greiddir styrkir fyrir rúmlega 45 milljónir eða tæpar 21 milljónir vegna 592 einstaklingsstyrkja og rúmar 24 milljónir í verkefni til stofnana sveitarfélaga og stéttarfélaga.

Nýtt leiðbeiningarblað
Á þessum fundum var einnig lagt fram nýtt leiðbeiningarblað varðandi flokkun náms/námskeiða sem starfsmenn á skrifstofum stéttarfélaga vinna eftir við afgreiðslu einstaklingsstyrkja. Flokkum hefur verið fækkað úr ellefu í átta. Markmiðið er að skilgreina betur tegundir náms. Ljóst er að hér er aðeins fyrsta skrefið stigið varðandi þessa vinnu. Þá hafa umsóknareyðublöð vegna einstaklingsstyrkja verið aðlöguð að þessari breytingu.

 Nánari upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðum þeirra: