Spennandi ferðir í boði

Að venju mun félagið bjóða upp á þrjár spennandi ferðir sumarið 2018. Nánar má lesa um hverja ferð fyrir sig með því að smella á hlekkinn sem er fremst í viðkomandi ferð.

Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferðirnar verður á skrifstofu félagsins á Akureyri, Skipagötu 14, sími 460 3600, frá miðvikudeginum 3. janúar 2018. Þá verður hægt að skrá sig í utanlandsferðina og í „Fjallaferðina.“ Athugið að síðar verður auglýst hvenær byrjað verður að skrá í eins dags ferðina.

  • Farið verður til Austurríkis 9. til 16. ágúst 2018, ef næg þátttaka fæst. Hámark 50 manns. Flogið verður frá Keflavík til Munchen og þaðan aftur til Keflavíkur. Farið verður til Zell am See, en í næsta nágrenni verður gist í fjórar nætur á Hótel Latini sem er fjögurra stjörnu hótel (www.latini.at) M.a verður farið í fjallaferð til Dachsteinfjalla í Steiermark sem er á heimsminjaskrá UNESCO og í dagsferð til Salzburg með viðkomu í Arnarhreiðrinu. Einnig verður gist í þrjár nætur í Seefeld sem er í Tíról, á fjögurra stjörnu hóteli sem heitir St. Peter. (www.mountains.at) Farið verður í dagsferðir til Innsbruck og Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi. Leiðsögumaður verður Harpa Hallgrímsdóttir, bílstjóri Sveinn Sigurbjarnarson og fararstjóri Björn Snæbjörnsson. 

  • Fjögurra daga fjallaferð verður farin á Suðausturland 25. til 28. júní 2018, ef næg þátttaka fæst. Hámark 40 manns. Farið verður á marga merka staði á svæðinu, eins og Illakamb, Jökulsárlón og Höfn.

  • Eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin 21. júní 2018. Farið verður út Eyjafjörð til Siglufjarðar, þaðan verður farið til Sauðárkróks og að lokum heim um Öxnadalsheiði. Margir merkilegir staðir verða heimsóttir, hádegismatur snæddur á Siglufirði og í Skagafirði verður drukkið kaffi.