Skráning í ferðir gengur mjög vel

Vert er að minna á að skráning stendur yfir í tvær af þremur orlofsferðum sem Eining-Iðja er með í boði í ár. Skráningar hafa farið mjög vel af stað og því er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig fyrir þá sem hug hafa á að fara með, því bæði er um að ræða lágmarks- og hámarksfjölda í ferðirnar. Búið er að taka ákvörðun um að fara í utanlandsferðina því lágmarksþátttöku er náð, en núna eru 39 búin að skrá sig í ferðina og 50 sæti eru í boði.

Kíkið við á skrifstofur félagsins, hringið í síma 460 3600 eða sendið póst á netfangið ein@ein.is og látið skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi.

  • Grímsey 23. júní 2019
  • Fjögur lönd á 11 dögum 10. til 20. ágúst 2019 

Nánar má lesa um allar ferðirnar þrjár sem boðið er upp á árið 2019 hér.

Hægt er að borga fyrir ferðirnar með kreditkorti og er jafnframt hægt að semja um greiðslur, þ.e. skipta þeim á nokkur tímabil.

Athugið að síðar verður auglýst hvenær byrjað verður að skrá í hina árlegu eins dags ferð fyrir aldraða félagsmenn sem verður 27. júní.