Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í apríl 2014 var 4,1%, að meðaltali voru 6.801 atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 305 að meðaltali frá mars eða um 0,4 prósentustig milli mánaða. Á Norðurlandi eystra var atvinnuleysi skráð 3,9% miðað við 4,1% í sama mánuði í fyrra.
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, er einmitt í þessum töluðu orðum að fjalla um stöðuna hér heima varðandi atvinnuleysi og réttindi milli landa á fræðsludegi félagsins sem nú stendur yfir í HOFI.