Skilafrestur að renna út

Félagið minnir á að skilafrestur til að senda inn svör úr krossgátu, getraun og leiknum „Botnaðu nú! sem birtust í síðasta jólablaði félagsins rennur út kl. 16 á morgun, fimmtudaginn 7. janúar. Hægt er að senda inn svör á netfangið ein@ein.is, senda þau í pósti á skrifstofuna á Akureyri eða mæta með þau í eigin persónu.

Vegleg verðlaun eru í boði!

Hér fyrir neðan má finna fyrripartana úr leiknum "Botnaðu nú!"

Fyrripartur nr. 1

Ég horfði á frétt á dögunum, þar sem heldur betur hitnaði í kolunum á þingi einhvers staðar úti í heimi. Þar réði hnefarétturinn þegar mönnum varð rætinna orða vant:

Hér fer allt í bál og brand,
bölv og ragn og skæting,

Fyrripartur nr. 2

Íslendingar eiga svosem líka einn og einn blóðheitan þingmann:

Alþingis er úfinn sjór,
öldur rísa og hníga.

Fyrripartur nr. 3

Ég á virðulega eldri læðu, gráyrjótta og fína. Nefið á henni er stálgrátt:

Stúlku með stálgrátt nef
stari ég löngum á.