Skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar

Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þar…
Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þarnæsta. Þau, sem hafa milljón á mánuði, lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og 3.800 á þarnæsta.

Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þarnæsta. Þau, sem hafa milljón á mánuði, lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og 3.800 á þarnæsta. Þetta kemur fram í tölum, sem hagdeild ASÍ hefur tekið saman, um skattbyrði almennings eftir núverandi tekjuskattkerfi og hinu þrískipta sem tekur gildi á næsta ári en verður að fullu komið til framkvæmda 2021.



Miðstjórn ASÍ fagnar þriggja þrepa skattkerfinu en lýsir verulegum vonbrigðum með hve seint breytingar kæmu til framkvæmda. Forseti ASÍ sagði að fólk biði óþreyjufullt eftir breytingunum.

Í krónum talið verður breytingin ekki mikil á skattbyrði á næsta ári en ASÍ miðar við verðlag 2019 í útreikningum sínum. Mestu breytingarnar eru í kringum 350 þúsund króna skattskyldar tekjur á mánuði.

Þau, sem eru með lágmarkslaun 317 þúsund á mánuði, greiða nú tæpar 55.900 kr. í skatt á mánuði. Þetta lækka um tæpar 2900 kr. á næsta ári en 8.300 á þarnæsta.

Skattalækkun þeirra sem eru með hálfa milljón á mánuði verður nánast sú sama í krónum talið og þeirra sem eru á lágmarkslaununum.

Og eins og stefnt var að fá þau sem hærri hafa tekjur ekki eins mikið. Þau sem eru með eina milljón á mánuði lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og tæpar 3800 árið 2021.