Skattar og ójöfnuður - réttlátara og skilvirkara skattkerfi

Vert er að benda félagsmönnum sem og öðrum á spennandi veffyrirlestur sem ASÍ verður með kl. 13:00 á morgun, þriðjudaginn 7. september. Þar munu Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Róbert Farestveit kynna nýja skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð.

Í skýrslunni er að finna úttekt á íslensku skattkerfi með áherslu á skatta á fjármagn og auðlindagjöld. Skýrslan dregur fram hvernig skortur á hlutleysi í íslensku skattkerfi hefur þau áhrif að skattbyrði hinna tekjuhæstu í samfélaginu er lægri annarra sökum hærra vægis fjármagnstekna. Varpað er ljósi á glufur í skattkerfinu sem hvetja til tekjutilflutnings (e. income shifting) og skattaundanskota.

Fundurinn er öllum opinn og verður boðið upp á túlkaþjónustu á honum.

Smellið hér til að taka þátt