Skattabreytingar um áramót

Um áramót tóku gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Á vef Stjórnarráðs Ísland má m.a. finna eftirfarandi upplýsingar.

Tekjuskattur einstaklinga

Um áramótin tók nýtt viðmið um þróun þrepa- og skattleysismarka tekjuskatts einstaklinga gildi. Breytingin var síðasti áfangi skattkerfisbreytinga fyrir einstaklinga síðustu ár. Þrepa- og skattleysismörk munu nú þróast í takt við vísitölu neysluverðs að viðbættu mati á langtímaframleiðni. Miðað verður við 1% framleiðnivöxt á ári sem tekið verður til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst vegna staðgreiðsluársins 2027. Skattleysismörk munu því hækka umfram það sem þau gerðu þegar einnig verður tekið mið af framleiðniaukningu. Sama viðmið verður hér eftir notað við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka þannig að skattbyrði mismunandi tekjuhópa þróist ekki með ólíkum hætti til lengri tíma litið. Áður fylgdu þrepamörk efsta þrepsins launavísitölu en skattleysismörk fylgdu vísitölu neysluverðs. Mismikil hækkun skattleysis- og þrepamarka hefur leitt til þess að hlutfallsleg skattbyrði einstaklinga í neðri hluta tekjudreifingarinnar hefur hækkað meira en hjá einstaklingum í efri hluta tekjudreifingarinnar án þess að sérstök ákvörðun liggi fyrir þar um. Samtals hækka viðmiðunarfjárhæðir tekjuskatts um 6,1%. Skatthlutföll tekjuskatts til ríkisins verður óbreytt ásamt meðalútsvari.

Í töflunni hér að neðan eru sýnd skattleysismörk, persónuafsláttur, og þrepamörk fyrir árin 2021 og 2022.

Tekjuskattur einstaklinga20212022
 

Á ári

Á mánuði

Á ári

Á mánuði

Þrepamörk upp í miðþrep

4.188.211

349.018

4.445.783

370.482

Þrepamörk upp í háþrep

11.758.159

979.847

12.481.275

1.040.106

 

       

Persónuafsláttur

609.509

50.822

646.993

53.916

Skattleysismörk tekjuskattsstofns

1.938.024

161.501

2.057.212

171.434

Skattleysismörk launa*

2.018.775

168.230

2.142.929

178.577

* að teknu tilliti til lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð

Tryggingagjald

Í ársbyrjun 2022 mun tímabundin lækkun á almenna tryggingagjaldinu, sem var hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar, renna sitt skeið á enda. Skatthlutfall almenns tryggingagjalds mun því fara úr 4,65% í 4,9%. Tryggingagjald í heild breytist þannig úr 6,1% í 6,35%, sbr. meðfylgjandi töflu.

Tryggingagjald20212022

Almennt tryggingagjald

4,65%

4,90%

Atvinnutryggingagjald

1,35%

1,35%

Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota

0,05%

0,05%

Markaðsgjald

0,05%

0,05%

Tryggingagjald, samtals

6,10%

6,35%