Sjúkrasjóður og fræðslusjóðir - skil á gögnum

Vert er að minna félagsmenn aftur á breytingu varðandi skil á gögnum til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju og fræðslusjóða félagsins. Nú þarf að skila gögnum í síðasta lagi 24. hvers mánaðar til að fá greitt út um næstu mánaðamót. 

Vinsamlegast athugið!

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs Einingar-Iðju einu sinni í mánuði. Gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist til skrifstofunnar í síðasta lagi 24. hvers mánaðar. ATH! breytilegt er milli ára hvenær skila þarf gögnum í desember.

Umsóknir um allar greiðslur úr sjúkrasjóði eru lagðar fyrir fund þ.m.t. dagpeningar, endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, krabbameinsleitar og allra styrkja sem greiddir eru skv. reglugerð sjóðsins.

Það sama gildir vegna skila á gögnum til fræðslusjóða félagsins. Ekki er hægt að ábyrgjast greiðslu um næstu mánaðamót ef gögn koma eftir 24. hvers mánaðar.

Skil á gögnum
Hægt er að senda gögn í pósti á skrifstofur félagsins, einnig má setja þau í póstkassa sem finna má við innganginn á skrifstofu félagsins á 2. hæð Alþýðuhússins. Á Dalvík og í Fjallabyggð eru lúgur á hurðunum.

Jafnframt má senda gögnin rafrænt með tilheyrandi fylgiskjölum á ein@ein.is Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar umsækjanda, ef við á. 

SJÚKRASJÓÐUR

FRÆÐSLUSTYRKIR

  • Umsóknareyðublöð (þarf að prenta út) má finna hér

Taka má mynd af eyðublaðinu og senda á ein@ein.is ásamt frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Nánar um Sjúkrasjóð og fræðslustyrkina