Fyrr á árinu framleiddi sjónvarpsstöðin Hringbraut, í samstarfi við ASÍ, fimm hálftíma þætti um verkalýðsbaráttuna á Íslandi. Þættirnir eru nú aðgengilegir á Youtube-rás ASÍ.
Fjallað var sérstaklega um húsnæðismál, vinnu- og samningsrétt, jafnréttismál og almannatryggingakerfið auk þess sem í fimmta og síðasta þættinum var framtíð verkalýðsbaráttunnar skoðuð. Í þáttunum var rætt við sagnfræðinga og marga af reynslumestu foringjum verkalýðsbaráttunnar undanfarna áratugi. Rétt er að hvetja áhugafólk um sögu lands og þjóðar til að kíkja á þættina. Umsjónarmaður og höfundur handrits var Sigmundur Ernir Rúnarsson.