Á hádegi í dag, fimmtudaginn 28. febrúar, lauk skilafresti á listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2018-2019. Ekki bárust tillögur eða listar annar en frá trúnaðarráði og teljast þeir félagsmenn sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir. Listi trúnaðarráðs tekur því við félaginu á næsta aðalfundi, sem fram fer fimmtudaginn 22. mars nk. kl. 19:30 í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri.
Anna Júlíusdóttir mun því áfram verða varaformaður félagsins, en nýr í stjórn sem meðstjórnandi mun koma Sigurpáll Gunnarsson. Hann er fæddur árið 1996, ólst upp í Þistilfirði en býr nú á Akureyri, og mun því verða yngsti einstaklingurinn frá upphafi til að taka sæti í stjórn félagsins. „Ég er gríðarlega spenntur og stolltur yfir því að fá að vera partur af þessu. Ég lít á þetta sem forréttindi og mun gera mitt allra besta til að sinna þessu starf í þágu félagsmanna,“ sagði Sigurpáll er ljóst var að tækju sæti í næstu stjórn félagsins.
Á aðalfundi félagsins í fyrra var samþykkt að breyta uppbyggingu stjórnar þannig að einn meðstjórnandi verði í henni frá og með aðalfundi 2018. Þannig verður formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnandi félagsins kjörin persónubundinni kosningu sem hér segir: Annað árið formaður og ritari, en hitt árið varaformaður og meðstjórnandi.
Mikil ánægja hefur ríkt með störf stjórnar félagsins í viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Á hverju ári sér Gallup um framkvæmd slíkrar könnunar fyrir félagið þar sem 1.500 félagsmenn eru spurðir ýmissa spurninga, m.a. um viðhorf til stjórnar og þjónustu félagsins.