Á hádegi föstudaginn 4. mars sl. rann út skilafrestur á listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2016-2017. Ekki bárust tillögur eða listar annar en frá trúnaðarráði og teljast þeir félagsmenn sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir. Listi trúnaðarráðs tekur því við félaginu á næsta aðalfundi, sem fram fer þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 19:30 í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri.
Stjórnin verður því óbreytt frá síðasta starfsári.