Undanfarna mánuði hefur SÍMEY verið að vinna að verkefni er nefnist SKÝMEY, sem er veflægt námsumhverfi þar sem boðið verður uppá námskeið sem einstaklingar geta sótt á sínum forsendum og á þeim tíma sem hentar.
Á Facebook síðu SÍMEY segir m.a.: "Okkur langaði að kynna fyrir ykkur verkefnið SKÝMEY sem við höfum verið að vinna að seinustu mánuði. Þetta er veflægt námsumhverfi þar sem við ætlum að bjóða uppá námskeið sem einstaklingar geta sótt á sínum forsendum og á þeim tíma sem hentar. Við ætlum að hafa umhverfið opið fólki næstu vikur til að það geti kynnst því aðeins. Þannig að við hvetjum sem flesta til að skrá sig. Endilega komið ábendingum á okkur ef það er eitthvað sem ykkur dettur í hug að væri gaman að gera námskeið um. Annað hvort hérna á
Facebook eða í gegnum
simey@simey.is."