SÍMEY - Síðustu þrjú vefnámskeiðin þetta vorið

SÍMEY langar að benda á seinustu þrjú vefnámskeiðin sem eru í boði hjá þeim þetta vorið. Þetta eru námskeið sem félagsmenn Einingar-Iðju geta sótt sér að kostnaðarlausu.

 Takk fyrir – Í orðsins fyllstu (smelltu á myndina fyrir frekari upplýsingar) 

Þakklæti hefur lengi verið talin ein mikilvægasta grunnstoð hamingju. Á fyrirlestrinum er farið yfir það hvað þakklæti er, hvaða þýðingu það hefur fyrir einstaklinga og hversu stórt hlutverk á það að hafa hjá einstaklingum á hverjum degi. Þátttakendur fá að kynnast mismunandi aðferðum sem hægt er að nota til að auka þakklæti og á sama tíma hamingju í sínu eigin lífi. 

Leiðbeinandi: Kjartan Sigurðsson markþjálfi  

 

Grænn lífsstíll – Okkar framlag skiptir máli (smelltu á myndina fyrir frekari upplýsingar) 

Á námskeiðinu er farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli. 

Leiðbeinandi: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari. Hún hefur kennt vinsæl námskeið hjá EHÍ. Starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Hennar sex manna fjölskylda hefur markvisst unnið að því að draga úr vistspori. 

 

Fjölæringa í Blómabeðin (Smelltu á myndina fyrir frekari upplýsingar) 

Hver kannast ekki við ensk blómaengi og skrúðgarða með fjölæringum í öllum stærðum og gerðum og öllum regnbogans litum. Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu, fjölærar blómplöntur, ræktunaraðferðir og skiptingu plantnanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild.

Leiðbeinandi: S. Embla Heiðmarsdóttir, Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum.