SÍMEY - samningur um starfstengda símenntun

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur gert samninga við starfsmenntunarsjóðina Sveitamennt, Ríkismennt um starfstengda símenntun. Með samningnum er tekið fyrsta skrefið í átt að auknu og markvissu samstarfi á milli aðilanna í þágu þekkingaröflunar starfsmanna og sveitarfélaga og ríkisstofnana á Norðurlandi. 

Sjóðirnir munu greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga og ríkisstofnana, stofnana þeirra og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. Hér er um að ræða þátttöku starfsmanna í starfstengdum námskeiðum sem skipulögð eru af SÍMEY. 

Félagsmenn í Einingu-Iðju sem eiga aðild að Ríkismennt og Sveitamennt geta því sótt námskeið hjá SÍMEY og greiða sjóðirnir fyrir þátttöku þeirra að fullu. Athugið að þátttaka mun ekki skerða einstaklingsstyrki starfsmanna í starfsmenntasjóðum. 

Á næstunni Í SÍMEY eru gagnleg námskeið sem henta bæði stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja og falla undir samninginn:  

Styrkleikar í lífi og starfi - 21. febrúar frá kl. 13.00-16.00  

Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa grunnfærni í styrkleikanálgun, þekkja eigin styrkleika og hafa verkæri til að vinna með þá áfram í bæði einkalífi sem og starfi. Fyrir námskeiðið taka þátttakendur VIA styrkleikaprófið. 

Leiðbeinandi er Guðrún Snorradóttir PCC markþjálfi. 

 

Leiðbeinandi samtal  21. febrúar frá kl. 9.00-12.00  

Námskeiðið er ætlað stjórnendum. Að námskeiði loknu munu stjórnendur munu skilja eðli leiðbeinandi samtala og öðlast öryggi til að taka slík samtöl með nákvæmum leiðbeiningum. Einnig  fá þeir tækifæri á vinnustofunni að æfa sig á hvor öðrum með komandi samtöl í huga. Stjórnendur eru hvattir til að koma með raunveruleg dæmi um samtöl framundan eða fyrrum áskoranir. 

Leiðbeinandi er Guðrún Snorradóttir PCC markþjálfi. 

 

Sáttamiðlun -  27. feb og 20 mars frá kl. 8.30-12.30  

Námskeiðið er ætlað stjórnendum. Áhrifaríkt námskeið í sáttamiðlun sem hjálpar stjórnendum að takast á við erfið starfsmannamál, svo sem ágreining á vinnustöðum, eineltismál og kynferðislega áreitni.  Farið verður yfir ferli og uppbyggingu sáttamiðlunar og hvernig stjórnendur geta nýtt sér þessa aðferðarfræði í daglegum störfum sínum. Þá verður litið til þerra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun. 

Leiðbeinendur eru Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Gyða Kristjánsdóttir sérfræðingar hjá Hagvangi. 

 

Verkefnastjórnun, fyrstu skrefin - 21. mars - 12.30-16.30 

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni. 

Leiðbeinandi er Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM 

 

Árangursrík samskipti -  10. apríl frá kl. 8.30-12.00  

Námskeiðið miðar að því að styrkja samskipti á vinnustað. Farið er yfir áhrifaríka samskiptaþætti, áhrif tilfinninga og viðbrögð til þess að efla samstarf og afköst. Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Markmiðið er fyrst og fremst að efla einstaklinga í sinni samskiptafærni og láta þá hafa ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf. 

Leiðbeinendur eru Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Gyða Kristjánsdóttir sérfræðingar hjá Hagvangi