SÍMEY - Outlook – sýnir, flýtileiðir og reglur

Í haust og vetur býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði. Sem dæmi um námskeið á næstunni má m.a. nefna:

Outlook – sýnir, flýtileiðir og reglur sem haldið verður þann 9. október milli klukkan 9 og 12. Hægt er að skrá sig með að smella HÉR

Á þessu þriggja tíma námskeiði verður áherslan lögð á hvernig hægt er að stilla innhólf (leslista) og einnig verður farið yfir flýtileiðir og reglur:

  • Stillingar á Innhólfi (leslista)
  • Outlook Rules
  • Quick steps
  • Að bóka fundi
  • Að skrifa skeyti
  • Farið yfir stillingar í File/Options

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu og dæmi tekin úr raunverulegu umhverfi. 
Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Outlook 2013 eða nýrra og geta fylgt eftir og æft sig samhliða. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá SÍMEY. 

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

Félagsmenn sem eru að starfa hjá ríki eða sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. Aðrir félagsmenn, sem ekki eru hjá Sveitamennt og Ríkismennt, er bent á að kanna styrkjamöguleika vegna námskeiðsins hjá sínum starfsmenntasjóð.

Allar nánari upplýsingar um fræðslustyrki veitir Aðalbjörg G. Hauksdóttir, afgreiðslu- og fræðslufulltrúi félagsins, í síma 460 3600.

Upplýsingar um úthlutunarreglur og skilyrði er meðal annars að finna á vef fræðslusjóðanna