SÍMEY - námskrá framhaldsfræðslunnar

SÍMEY er búin að gefa út námskrá fyrir námsleiðir framhaldsfræðslunnar. Með námskránni er ætlað að gefa íbúum svæðisins nokkra yfirsýn yfir námsleiðir Framhaldsfræðslunnar sem eru í boði á svæðinu. Upplýsingar um öll námskeið á vegum SÍMEY má finna á heimasíðunni þeirra.

Hér má finna námskrána.

UM SÍMEY

Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. 
Samstarfsaðilar eru allir þeir sem vinna að eða bjóða upp á fræðslu, innan eða utan hefðbundinna menntastofnana, hvort sem um er að ræða starfsmenntun, tómstundanám, bóklega eða verklega fræðslu.
SÍMEY leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á markvissari og árangursríkari uppbyggingu á fræðslu.

Almenn námskeið:
Miðla upplýsingum um einstök námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga.

Klæðskerasaumuð námskeið:
Þróa námskeið í samvinnu við viðskiptavinina þannig að innihaldið sé í samræmi við þarfir þeirra.

Þarfagreining:
Framtíðarsýn, stefna og greining á núverandi stöðu, gerir fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum kleift að meta menntun og hæfni hjá sínu starfsfólki. Þannig fæst vitneskja til þess að taka ákvörðun um hvaða fræðslu er þörf á og forsendur til að forgangsraða verkefnunum.

Starfsmannastefna:
Nýjar áherslur og innleiðing heildar stefnumótunarferla fyrir fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök.

Samstarfsverkefni:
SÍMEY tekur að sér að vera leiðandi í samstarfi sem varða nýjungar í fræðslu og þjálfun þar sem horft er til framtíðar.

Náms- og starfsráðgjöf
Fyrir þá sem hafa áhuga á að efla sig með frekara námi en eru kannski ekki vissir um hvar sé best að byrja, bendum við á þjónustu náms- og starfsráðgjafa miðstöðvarinnar. Allir geta pantað viðtal sér að kostnaðarlausu og fengið aðstoð við að fóta sig og ákveða næstu skref.