Í vikunni var borinn út bæklingur í öll hús á svæðinu frá SÍMEY þar sem sagt var frá námskeiðum sem eru í boði hjá þeim í febrúar og mars. Því er vert að minna félagsmenn á að kanna möguleika á námsstyrkjum hjá Einingu-Iðju. Félagið á aðild að fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Sjóðirnir veita annars vegar einstaklingsstyrki vegna einstakra námskeiða og hins vegar styrki til stærri verkefna þar sem um væri að ræða samstarf fyrirtækja og verkalýðsfélaga í starfsmenntun, það er skipulagning á heildarlausnum starfstengdra námskeiða á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins.
Sá háttur er hafður á einstaklingsstyrkjunum að hver félagsmaður getur sótt um styrk til félagsins, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn eftir starfsreglum sjóðanna. Eining-Iðja sækir síðan um endurgreiðslu til þeirra. Félagsmenn eiga rétt á að sækja um að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og er fólk hvatt til að hafa samband við félagið og kanna rétt sinn.
Allar nánari upplýsingar veitir Brynja Skarphéðinsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju, í síma 460 3600.
Upplýsingar um úthlutunarreglur og skilyrði er meðal annars að finna á vefum Sveitamenntar, Landsmenntar og Ríkismenntar.
Skráning á námskeið hjá SÍMEY og nánari upplýsingar má fá á www.simey.is og síma 460 5720.
Vert er einnig að minna á að hjá SÍMEY er náms- og starfsráðgjöf í boði fólki að kostnaðarlausu.