SÍMEY - Fjölmörg námskeið í boði

Í vetur býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir kíkt á námskrá fyrir haust 2014. Vert er einnig að minna á að hjá SÍMEY er náms- og starfsráðgjöf í boði fólki að kostnaðarlausu.

Enn er t.d. hægt að skrá sig á námskeiðið Líkamsrækt 101 fyrir byrjendur sem fram fer í dag, miðvikudaginn 17. september milli kl. 18:00 og 21:00 og kostar aðeins kr. 1.000.

Nánar um námskeiðið: Ertu byrjandi eða að leita af frekari upplýsingum um hreyfingu, mataræði og lífsstíl? Davíð Kristinsson Heilsuþjálfari fer yfir grundvallaratriðin í líkamsrækt, hvar er best að byrja, hvaða steinum þarf að velta við, hvaða hegðun og venjum þurfum við að breyta til að breyta lífsstíl til frambúðar. Þriggja tíma fyrirlestur og kennsla á grundvallaræfingum kemur þér á réttan stað. Venjulegt verð 8900 kr en sameiginlegt átak hjá SÍMEY og Heilsuþjálfun og námskeiðið kostar 1000 kr. Öfgalaus lífsstíll til frambúðar.
Miðvikudagurinn 17. sept. kl. 18:00-21:00
Verð: 1.000 kr
Skráning og nánari upplýsingar www.simey.is og síma 460 5720


Kannið möguleika á styrkjum

Eining-Iðja á aðild að fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Sjóðirnir veita annars vegar einstaklingsstyrki vegna einstakra námskeiða og hins vegar styrki til stærri verkefna þar sem um væri að ræða samstarf fyrirtækja og verkalýðsfélaga í starfsmenntun, það er skipulagning á heildarlausnum starfstengdra námskeiða á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins.

Sá háttur er hafður á einstaklingsstyrkjunum að hver félagsmaður getur sótt um styrk til félagsins, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn eftir starfsreglum sjóðanna. Eining-Iðja sækir síðan um endurgreiðslu til þeirra. Einingar-Iðju eiga rétt á að sækja um að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og er fólk hvatt til að hafa samband við félagið og kanna rétt sinn.

Allar nánari upplýsingar veitir Brynja Skarphéðinsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju, í síma 460 3600.

Upplýsingar um úthlutunarreglur og skilyrði er meðal annars að finna á vefum Sveitamenntar, Landsmenntar og Ríkismenntar.