Vert er að minna aftur á að í desember þarf að skila inn umsókn og gögnum fyrr en venjulega til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju og vegna fræðslusjóða félagsins.
Greiðsla dagpeninga og styrkja vegna desembermánaðar fer fram 29. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári.
Skila þarf inn umsókn og gögnum til félagsins í síðasta lagi í dag, 20. desember, til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2024.
Reikningar og kvittanir eru skráð á það ár sem gögn berast. Dæmi: Þú ferð til sjúkraþjálfara í desember en kemur með kvittun í janúar, þá skráist þetta í janúar, s.s. árið eftir að þú ferð í tíma og fer af rétti þess árs.
ATHUGIÐ! Nú er hægt að sækja rafrænt um styrki inn á Mínum síðum félagsins