Rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga sem var undirritaður þann 1. júlí sl. lýkur á miðnætti í kvöld, mánudagin 21. júlí. Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti á vef Starfsgreinasambandins.
Þeir starfsmenn sem samningurinn nær til eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og umfram allt taka afstöðu og greiða atkvæði um nýgerðan samning. Lendi einstaklingar í vandræðum með að greiða atkvæði eru þeir hvattir til að hafa samband við félagið.
Hér að neðan má nálgast kjarasamninginn í heild sinni, nýja kauptaxtaskrá sem og áðurnefnan kynningarbækling á rafrænu formi.
-Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga