Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnurekenda.
Því hefur viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins slitið kjaraviðræðum og mun í kjölfarið sækja heimild til aðgerða frá félagsmönnum.