Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og er í raun regnhlífarsamtök fyrir verkalýðsfélög um allt land. Innan SGS eru 19 aðildarfélög en þessi aðildarfélög eru mörg hver líka með verslunarfólk, iðnaðarmenn og sjómenn innan sinna raða og eiga því aðild að fleiri landssamböndum.
Til að skýra þessa flóknu mynd hefur SGS gefið út skýringamynd sem vonandi verður einhverjum að gangi.