Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/ eða líkamleg.
Starfsgreinasambandið gaf á sínum tíma út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einblöðungurinn er hluti af fræðslustarfi sambandins gagnvart stéttarfélögum og trúnaðarmönnum og miðar að því að gera félög betur í stakk búin til að taka á þeim málum sem upp koma.