SGS íhugar næstu skref í kjaradeilunni

Samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins hef­ur veitt viðræðunefnd fé­lags­ins umboð til þess að vísa kjara­deil­unni við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara á næstu dög­um ef nefnd­in tel­ur ástæðu til. Í samn­inga­nefnd­inni eru for­menn allra 16 fé­laga sem hafa veitt SGS umboð til viðræðna. Í viðræðuhópn­um eru hins veg­ar sex for­menn úr þeim hópi.
 

Þar segir jafnframt að væntingar séu um að fram komi hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðum forystu ASÍ og stjórnvalda á morgun, þriðjudag. Viðræðunefndin hafi verið boðuð til fundar síðdegis þann dag.

Í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu kemur fram að samninganefnd þess hafi samþykkt það einróma á fundi sínum á fimmtudaginn var að veita viðræðunefndinni umboð til að meta næstu skref.