SGS - greiðslur úr Félagsmannasjóði

Að gefnu tilefni vill félagið taka fram að SGS greiddi út úr Félagsmannasjóðnum í gær fyrsta skipti. Búið var að skila inn til SGS upplýsingum um 5.887 sjóðfélaga, af þeim fengu 2.733 greitt í gær.

Ýmislegt kom upp á og því var ekki hægt að greiða öllum út í gær en verið er að vinna í málinu. Sumir launagreiðendur stóðu sig ekki sem skyldi í því að skila nógu sundurgreindum skilagreinum. Nokkrir launagreiðendur greiddu ekki þá fjárhæð sem fram kom á skilagreinum. Einnig var nokkuð um villumeldingar í reikningsnúmerum, sem stafa ýmist af vitlausum innslætti eða bankareikningur og kennitala stemma ekki. SGS mun senda póst á félagsmenn til að fá leiðréttingar.

SGS mun svara öllum sem senda þeim póst eins fljótt og hægt er næstu daga. Ef þú ert með fyrirspurn þá er netfangið sgs@sgs.is því félagið er ekki með upplýsingar um málið þar sem greiðslur sveitarfélaganna fara beint til SGS.

Áætlað var að næsta greiðsla yrði 1. mars nk. en vegna aðstæðna verður borgað út í lok dags alla þessa viku til þeirra sem búið verður að leiðrétta rangfærslur hjá.