SGS birtir kröfur sínar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Samtökum atvinnulífsins

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart stjórnvöldum

Björn Snæ­björns­son, formaður Einingar-Iðju og Starfs­greina­sam­bands Íslands, sagði í viðtali við MBL í dag að aðal­krafa sam­bands­ins sé að lág­marks­laun verði 425.000 krón­ur í lok samn­ings­tíma að því gefnu að ekki komi til um­tals­verðra skatt­kerf­is­breyt­inga. Hann vill tala um krónu­tölu­hækk­un en ekki pró­sentu­hækk­un lægstu launa. Í kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins gagn­vart Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins kem­ur fram að for­send­ur þess að kjara­samn­ing­ar verði und­ir­ritaðir sé að launa­fólk geti fram­fleytt sér á dag­vinnu­laun­um og þau mæti op­in­ber­um fram­færslu­viðmiðum. Aðspurður seg­ir Björn að hinir lægst launuðu geti það ekki eins og staðan er í dag.

„Það er þannig að viðmiðin eru hærri en laun­in. Við vilj­um spýta svo­lítið í þannig að það sé alla vega meiri mögu­leiki en í dag,“ seg­ir Björn. Auk þess krefst Starfs­greina­sam­bandið þess að lægstu laun verði skatt­frjáls með tvö­föld­un per­sónu­afslátt­ar. 

Öll fé­lög inn­an Starfs­greina­sam­bands­ins, 19 tals­ins, standa að kröfu­gerð sem kynnt var síðdeg­is. Kröfu­gerðirn­ar snúa ann­ars veg­ar að stjórn­völd­um og hins veg­ar að at­vinnu­rek­end­um. Björn seg­ir að þetta sé í fyrsta skipti sem öll fé­lög­in sendi frá sér slíka yf­ir­lýs­ingu og samstaðan sé mjög góð.

Auk áður­nefndra launa­hækk­ana nefn­ir Björn að stytt­ing vinnu­vik­unn­ar sé mjög mik­il­væg. „Einnig til­lög­ur um há­tekju­skatt og fjár­magn­s­tekju­skatt til að fjár­magna ákveðinn hluta hækk­un­ar á per­sónu­afslætti.“

Spurður hvernig hann telji að viðsemj­end­ur, sér í lagi Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, taki þess­um kröf­um býst Björn ekki við já­kvæðum viðbrögðum. „Ég veit að þeim finnst þetta mikið en við telj­um þetta raun­hæft,“ seg­ir hann og bæt­ir við að kröf­urn­ar séu í takt við annað sem hef­ur verið í gangi í þjóðfé­lag­inu.

„Það er hægt að minna á að menn hafa ekki fúlsað við því að hækka laun op­in­berra aðila; þar er hægt að nefna kjararáð og for­stjóra og ým­is­legt annað. Það er held­ur meiri hækk­un en það sem við töl­um um." Eins og áður segir sagði Björn þetta við mbl í dag.

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 19 verkalýðsfélaga innan SGS.  SGS er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hefur um 57.000 félagsmenn innan sinna vébanda.