Þó svo að kjaramálin komi til með að verða áberandi í vetur þá eru fjölmörg önnur verkefni á borði sambandins. Þar má helst nefna nokkrar áhugaverðar ráðstefnur og námskeið sem sambandið hyggst standa fyrir. Á haustdögum mun SGS halda fræðsludaga fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandins, en álíka fræðsludagar voru haldnir síðastliðið vor við góðar undirtektir. Í október mun SGS standa fyrir fundi með félagsliðum og í nóvember verður haldið námskeið um starfsmatskerfið fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa stéttarfélaganna. Þá má nefna að í apríl næstkomandi mun sambandið standa fyrir norrænni ráðstefnu í samstarfi við samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum, en umfjöllunarefni ráðstefnunnar verður staðalmyndir og kynferðislega áreitni í ferðaþjónustu.