Sex opnir félagsfundir - ALLIR AÐ MÆTA!!!

Dagana 23. til 25. mars mun félagið halda sex opna félagsfundi á jafnmörgum stöðum á félagssvæðinu þar sem farið verður yfir stöðuna í samningaviðrum við Samtök atvinnulífsins og atkvæðagreiðslu um verkfallsheimild sem hefst í næstu viku. Þessir fundir eru fyrir þá sem starfa á almenna vinnumarkaðnum, þ.e. eftir kjarasamningi SGS við SA. Fundirnir verða túlkaðir yfir á ensku og pólsku.

Mánudagur - 23. mars

  • Hrísey kl. 17 – Í Brekku
  • Dalvík kl. 20 – Í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju

Þriðjudagur - 24. mars

  • Ólafsfjörður kl. 18 – Í Tjarnarborg
  • Siglufjörður kl. 20 – Skrifstofa félagsins, Eyrargötu 24b

Miðvikudagur – 25. mars

  • Grenivík kl. 17– Í Gamla barnaskólanum
  • Akureyri kl. 20– Alþýðuhúsið, Skipagata 14 - Salur á 4. hæð

Kæri félagi – valdið er þitt!!!
Félagið hvetur alla félagsmenn sem starfa á almenna vinnumarkaðinum til að mæta á félagsfundina í næstu viku og jafnframt taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Launafólk í landinu þarf á þínum kröftum að halda. Sýnum ábyrga afstöðu! Mætum og kynnum okkur stöðuna áður en við greiðum atkvæði.

Oft hefur verið sagt að samstaða skiptir miklu máli. Það er rétt. Við þurfum öll að standa saman til að ná fram okkar sanngjörnu kröfum. Sýnum samstöðumáttinn í verki og tökum þátt í atkvæðagreiðslunni.