Í dag kom sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ásamt fylgdarliði í heimsókn í Alþýðuhúsið á Akureyri og fundaði með formönnum og nokkrum starfsmönnum stéttarfélaganna í húsinu. Hann hafði óskaði eftir því að hitta formenn félaganna og funda með þeim þar sem hann var staddur á Akureyri, en fyrr í dag var á á opnum fundi á Hótel KEA þar sem hann ræddi um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum ESB og Íslands.
Fundurinn var mjög góður og málefnalegur þar sem gestirnir sögðu m.a. frá gangi mála í viðræðum ESB og Íslands.