Í ár, eins og í fyrra, munu fjögur samtök vinna saman að jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Samstarfssamningur til þriggja ára var undirritaður fyrr í dag í Glerárkirkju. Um er að ræða Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndina á Akureyri og Rauða Krossinn við Eyjafjörð.
Eins og fyrr segir þá unnu þessi samtök saman í fyrra og gafst það samstarf vel. Þá var úthlutað 303 styrkjum í formi greiðslukorta sem hægt var að versla fyrir í ákveðnum verslunum.
Fjáröflun er hafin til að kosta þessa aðstoð og hefur fyrirtækjum verið send beiðni til að styðja hana.