Samningur við sveitarfélögin - atkvæðagreiðsla stendur yfir
02.des | 2015
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning milli SGS og og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslunni mun ljúka á miðnættis 8. desember nk. en félagið hvetur þá félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að nýta rétt sinn og taka afstöðu sem fyrst. Ekki geyma að kjósa því þá er hætta á að það gleymist.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu eða vantar aðstoð við að greiða atkvæði geta komið á einhverja af skrifstofum félagsins á venjulegum opnunartíma.
Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.