Þann 20. nóvember sl. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst kl. 8:00 í morgun, 1. desember, og stendur hún til miðnættis 8. desember nk. Kjörgögn voru sett í póst í gær, mánudaginn 30. nóvember, og ættu að berast fljótlega.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, vonast eftir að allir sem starfa eftir þessum samningi nýti rétt sinn og taki afstöðu. "Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu eða vantar aðstoð við að greiða atkvæði geta komið á einhverja af skrifstofum félagsins á venjulegum opnunartíma.“
Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.