Samningur við SA felldur – 53,75% sögðu nei

Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa á almenna vinnumarkaðinum felldu nýjan samning við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir þann 21. desember sl. Póstatkvæðagreiðsla á meðal félagsmanna lauk kl. 17 í gær.

Á kjörskrá voru 3.419, atkvæði greiddu 841 eða 24,6%. Nei sögðu 452 eða 53,75% og var samningurinn því felldur. Já sögðu 385 eða 45,78%. Auðir seðlar voru 4 eða 0,47%.