Í morgun var skrifað undir nýjan samning á milli Einingar-Iðju og Iðnaðarsafnsis á Akureyri um að félagið styrki safnið með framlagi, nú fyrir árin 2017 til 2019. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Þorsteinn E. Arnórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, skrifuðu undir samninginn.
Björn sagði að undirskrift lokinni að á safninu megi sjá grunnin af því sem félagsmennirnir hafa verið að vinna við á síðustu áratugum og því nauðsynlegt að halda í þá sögu gem gert er með frábærum hætti á Iðnaðarsafninu.
Tilgangur samningsins er að renna styrkari stoðum undir rekstur Iðnaðarsafnsins og gera því kleift að kynna hina merku sögu og menningu iðnaðar á Akureyri á 20.öld. Í safninu er kynnt saga 70 fyrirtækja í máli, myndum og vélum og um 50 greinar iðnaðar kynntar.
Þorsteinn sagði að Iðnaðarsafnið væri sjálfseignarstofnun og þyrfti sífellt leita leiða til að afla fjár til rekstar og því komi þessi styrkur í góðar þarfir fyrir safnið.