Í kjarasamningum Starfsgreinasambandsins við ríki og sveitarfélög eru ákvæði sem gera ráð
fyrir að þeir séu skilyrtir sömu forsendum og samningar á almennum markaði. Þegar samningstímabilið var stytt á almenna markaðnum varð
því ljóst að það kæmi einnig til styttingar í samningum við ríki og sveitarfélög. Niðurstaðan er samhljóða,
samningurinn við ríkið var styttur um tvo mánuði og rennur út 31. janúar 2014 og sömuleiðis var samningurinn við sveitarfélögin
styttur um tvo mánuði og rennur út 30. apríl 2014.
Þá kom til aukningar iðgjalda af hendi atvinnurekenda í báðum tilvikum en ráðstöfun hækkunarinnar er ekki frágengin enn. Aðilar
lofa bættum vinnubrögðum við samningagerð í framhaldinu og vinna áfram úr bókunum við kjarasamninga. Þess ber að geta að
eingreiðsla uppá 38.000 kr. fyrir ríkisstarfsfólk í fullu starfi verður greidd 1. janúar 2014 en ekki 1. mars 2014 eins og upphaflegi samningurinn gerir
ráð fyrir.