Í morgun fór fram fyrsti samningafundur við Norðurorku um kjarasamning félagsmanna sem þar vinna. Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, og fulltrúar starfsmanna sátu fundinn fyrir hönd Einingar-Iðju, þar sem kröfugerð félagsins var lögð fram og málin rædd. Á fundinum var einnig Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður KJALAR, sem lagði fram kröfugerð fyrir félagsmenn KJALAR. Með henni voru einnig fulltrúar starfsmanna.